Nú eru hafnar framkvæmdir á glæsilegri tengibyggingu við stjórnsýsluhús og verslanir á Hellu. Byggingin verður þriggja hæða með kjallara og mun hún telja 1200 fermetra. Á fyrstu hæðinni er gert ráð fyrir verslanarými og á annari hæð munu vera skrifstofur. Efstu hæðina mun prýða fullkomin fundaraðstaða. Áætluð verklok eru næstkomandi vor og gert er ráð fyrir að opnað verður í júní.