Nú eru framkvæmdir hafnar á einbýlishúsi að Dranghólum 31. Um er að ræða tveggja hæða timburhús í funkis stíl. Hægt er að skoða teikningar af húsinu í Fyrri verk og munu fleiri myndir koma eftir sem líður á framkvæmdirnar.
Nú er komin í gagnið fullkomin tölvusög sem gerir okkur kleift að saga efni í sperrur og einingar á mun styttri tíma en áður þekktist. Með þessari sög verða sperrur og einingar mun nákvæmari.
Nú hefur Selhús opnað nýja og glæsilega heimasíðu. Síðan gerir netnotendum kleift að skoða verk sem eru í vinnslu og verk sem fyrirtækið hefur skilað af sér. Hægt er að skoða upplýsingar um starfsmenn fyrirtækisins og senda inn fyrirspurnir.