Fyrirtækið
Um Selhús ehf
Selhús ehf er nýlegt alhliða byggingafyrirtæki á hraðri uppleið. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og vinna þar nú 15 manns og eru flestir þeirra með áralanga reynslu af húsasmíðum. Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Baldur Pálsson, húsasmíðameistari og Gunnlaugur V. Sigurðsson, húsasmiður og eru þeir með áratuga reynslu. Versktæði Selhúsa er staðsett í 360 fermetra húsnæði að gagnheiði 61. Selhús ehf er vel tækjum búið og sérstaklega til kraftsperru- og einingasmíða og má þar nefna fullkomna tölvusög sem fyrirtækið lagði kaup sumarið 2007. Stefna fyrirtækisins er að byggja og selja íbúðarhús fyrir almennan markað og alhliða verktaka auk ýmsa annarra tíma- sem og tilboðsvinnu af öllum toga.
JasaPlus | Erateknik |