Fréttir
27.05.2010 | Parhús í Móhellu
Undirbúningur er hafinn á byggingu parhúsa í Móhellu 9-11 þar sem önnur íbúðin er seld en hin er til sölu, Söluaðili er Árborgir ehf. Um er að ræða 143,7 fermetra timburhús með bílskúr.
Búgarðabyggðin í Byggðarhorni 44 er á lokametrunum en einnig er hafin bygging á 2000 fermetra skemmu á næstu lóð við hlið, á Byggðarhorni 42.
Selhús er langt komið með glæsilega Tengibyggingu milli Suðlurlandsvegar 1-3 á Hellu. Byggingin er þriggja hæða með kjallara og mun hún hýsa verslanir og skrifstofur. Verkkaupar eru Rangárþing Ytra og Lífeyrissjóður Rangæinga ásamt verkalýðsfélögum.
21.07.2009 | Kranabíll
Selhús hefur fest kaup á kranabifreið með palli. Kraninn er öflugur og getur teygt sig 21 metra. Með kaupunum getum við því tekið að okkur alls kyns flutning og hýfingar. Þá höfum við einnig yfir að ráða skotbommulyftara.
Smíði á búgarðabyggð í Byggðarhorni miðar vel áfram. Skemman er að mestu tilbúin og búið er að reisa gestahús. Þá er unnið hörðum höndum í einbýlishúsinu sem er einnig búið að reisa.
 
JasaPlus | Erateknik |